Tónlistarhátíðin Við Djúpið

Endurfundir – 21. júní kl. 20

Endurfundir – 21. júní kl. 20

Venjulegt verð 3.200 ISK
Venjulegt verð Söluverð 3.200 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Sending reiknuð við kassa.
Ticket

Tónskáldahópurinn Errata býður upp á fimm nýleg verk fyrir strengi, þar af þrjú glæný tríó.

Strengjakvartett úr Cauda Collective leikur.

Errata er listhópur sem samanstendur af tónskáldunum Báru Gísladóttur, Finni Karlssyni, Halldóri Smárasyni, Hauki Þór Harðarsyni og Petter Ekman. Hópurinn var stofnaður árið 2014, en markmið hans er að skapa vettvang fyrir ung tónskáld til að koma sér og sinni list á framfæri sem víðast, og stuðla að nýjum og frumlegum leiðum til tónsköpunar og dreifingar.

Til gamans má geta þess að þrjú tónskáldanna, Halldór, Petter og Finnur, tóku allir þátt í tónskáldastofu hátíðarinnar þegar þeir voru að stíga sín fyrstu skref sem tónskáld.

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Þeir hlutu sérstakan styrk úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Skoða allar upplýsingar