Tónlistarhátíðin Við Djúpið

False We Hope – 19. júní kl. 20

False We Hope – 19. júní kl. 20

Venjulegt verð 3.200 ISK
Venjulegt verð Söluverð 3.200 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Sending reiknuð við kassa.
Ticket

False We Hope er söngvasveigur eftir bandaríska tónskáldið Ellis Ludwig-Leone. Sönglögin, sem eru samin við ljóð eftir Karen Russell og Carey McHugh, urðu til í uppnáminu árið 2020. Í þeim eru trúin, fjölskyldan og leitin að tilgangi brotin til mergjar, til að varpa ljósi á þrá okkar eftir tengslum mitt í óreiðu tilverunnar.

Í fyrra kom út samnefnd hljómplata með sönglögunum þar sem Eliza Bagg syngur og tónskáldið leikur á hljóðgervil og píanó ásamt Attacca-strengjakvartettinum. Á plötunni er strengjakvartetti tónskáldsins Speech after the Removal of the Larynx (Tal eftir að raddböndin hafa verið fjarlægð) ofið saman við söngvasveiginn.

Á tónleikum verður sami háttur hafður ár. Söngvasveigurinn og strengjakvarettinn hljóma í heild sinni í flutningi tónskáldsins, Eliza Bagg og strengjakvartetts úr þýsku hljómsveitinni Orchester im Treppenhaus.

Skoða allar upplýsingar