Tónlistarhátíðin Við Djúpið

Vetrarferðin á sumarsólstöðum

Vetrarferðin á sumarsólstöðum

Venjulegt verð 3.200 ISK
Venjulegt verð Söluverð 3.200 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Sending reiknuð við kassa.
Ticket

Vetrarferð Franz Schuberts er án efa hornsteinn í tónbókmenntunum og sjálfsagt frægasti söngvasveigur allra tíma. Inntak verksins – ljóðanna og tónlistarinnar –, flakk, löngun, missir og hið óþekkta varð Thomas Posth og Fynn Großmann innblástur til að skrifa nýa hljómsveitarútsetningu á verkinu fyrir þýsku kammersveitina Orchester im Treppenhaus.

Á tónleikunum frumflutur kammersveitin undir stjórn Thomas Posth Vetrarferðina í þessari nýju útsetningu á Íslandi. Það kemur í hlut Herdísar Önnu Jónasdóttur, sópran, að tjá hlutverk förumannsins en þó er brugðið á það ráð að þeim hluta er lýsa hinum ást förusveinsins með beinum hætti til konu er skipt út fyrir hljómsveitarparta eða þýðingu á önnur tungumál eins og arabísku og japönsku sem breyta sjónarhorni verksins lítið eitt. Útsetningin er fyrir 11 manna hljómsveit; strengi, bassaklarínett, rafmagnsgítar, harmoniku, sög og slagverk svo eitthvað sé nefnt.

Skoða allar upplýsingar